Jólasnjór... hvert ertu að fara?! (vertu kyrr)
Klukkan er að verða hálf ellefu og ég er vöknuð, þótt ég þurfi ekkert að mæta fyrr en klukkan eitt. Ég hefði getað sofið til að minnsta kosti ellefu. Jæja, það þýðir ekki að fást um það, ég er vöknuð og komin á ról. Það er rigning. Það er mjög sorglegt því ég var komin í svo gott jólaskap sem orsakaðist af jólasnjónum mínum góða. áður en hann kom skipti ég alltaf um rás með hryllingi ef ég heyrði jólalag í útvarpinu.
Talandi um útvarp! Hann pabbi er kominn með vinnu, hann vinnur á útvarpi Sögu og er með kjaftaþátt á hverjum virkum degi!! ég er svo stolt af pabbanum mínum :D
Á sunnudaginn var söng ég í messu. Það er messusöngur einu sinni á ári hjá Söngskólanum og þá skráir maður sig og er settur á einhverja kirkju og syngur þar í messu. Mér leiðast messur (nema þegar ég var að syngja með Hamrahlíðarkórunum á áðfangadagskveld í fyrra). Ég trúi ekki á guð og tel því enga ástæðu fyrir mig að fara í kirkju... nema ég sé að syngja eða einhver í fjölskyldunni er að skíra, fermast, gifta sig eða hefur dáið... þá er það heldur ekki venjuleg messa (ja, nema stundum þegar verið er að skíra). En nóg um það. Næsta helgi verður æfingahelgi hjá Óperukórnum. Við verðum að allan laugardaginn og allan sunnudaginn og líka föstudagskveld, býst ég við. Það verður semsagt mjög erfitt að ná í mig um næstu helgi. Síðan er að koma að sýningum á Prakkaranum (Il Bambino e i sortilegi) eftir Ravel. Þær verða líklega í kring um 10.-12. desember. Hvað hljófræðiprófið, sem ég tók á mánudaginn var og var að lesa fyrir þá helgi, varðar, þá gekk mér sæmilega. Það er að segja, ég náði, en ég fékk bara 7 (sem er all ekki nógu gott því maður þarf 6,7 til að ná). en þar sem ég er að fara að syngja í Ljóða-og aríudeildinni á eftir ætla ég að fara að æfa mig.
skrifað af Runa Vala
kl: 10:26
|